Gervi sumar og allt það

Góða kvöldið.

Það er ekki eins og fólk á Íslandi sé að ferðast mikið í þessum kulda. Meiri hlutinn af mínum gestum hefur verið útlendingar sem er frekar öðruvísi miðað við önnur sumur. En gestir eru gestir og allir eru hjartanlega velkomnir. Það er fullt að gera þannig að ég er svoo sátt með þetta allt saman. 

Andarungarnir dafna alveg ótrúlega vel og ég er svo sátt við það. Algjörar dúllur og eru orðnir svo stórir. Dúfuungarnir mínir eru líka orðnir flottir, ætla báðir að verða hvítir sem er algjört æði. 

Síðasta kindin bar núna um síðustu helgi þannig að núna eru allar kindurnar komnar út og ekki þarf að spá í þeim meira fyrr en í haust nema laga girðingar og reka úr túninu sem er ekkert leiðinlegt svo sem af og til. Góð líkamsrækt og æfing fyrir fæturnar fyrir haustið. 

Eigið góða daga!


Lífið er yndislegt, dagarnir frábærir

Það er allt á fullu í sveitinni þessa dagana.

Við erum að bíða eftir að síðustu kindurnar klári að bera, ferðafólkinu er að fjölga í sveitinni og allt í góðum blóma. Veðrið er búið að vera gott og allir hressir og glaðir með sitt. 

Við fengum salat og þannig gras frá Gley mér ey frænkunum okkar í Borganesi sent vestur með Svenna og Steinu sem eru núna á Nesi þannig að það er mikið um að við séum að skreppa. Grasið er komið í beðin og núna er beðið eftir rigningu til að vökva. 

Ég varð svo lánsöm núna í byrjun mánaðarins að ég fékk úr andareggjunum sem hænurnar voru búnar að liggja á fyrir mig, 3 sæta andarunga. Það var bara eitt vandamál þegar ungarnir komu úr eggjunum að ég gleymdi að pæla í mat fyrir þá þannig að ég þurfti að fara og panta mat þegar þeir voru fæddir, en það kom ekki að sök, þeir braggast mjög vel.

Sömu daga fékk ég 2 dúfuunga sem braggast líka mjög vel. Allt yndislegt. 

 

Myndin er tekin 6 júní
 
Skotta og Blésa með andarungana

 


Ein góóóð!

Auður mín!
 
Auður mín að fá sér smá kindamjólk.
 
Það þurfti að mjólka kind og pellinn varð fullur og smá eftir í dollunni sem var mjólkað í þannig að hún Auður mín fékk smá sopa til að gera pláss í pelanum. Henni þótti það bara æðislegt að fá smá mjólk. Hún kunnu alveg ennþá á pelann og svo fékk hún karmellu ofan á mjólkina Smile

Of stuttir dagar, ekki öllu komið í verk.

Góðan daginn.

Það er búið að vera kaldur maí og er ennþá ekkert voðalega hlýtt en það fer vonandi að lagast. 

Sauðburðurinn er búinn að vera alveg á fullu, fullt að gerast og allt gengið eftir óskum. Það er orðið rólegra í sauðburðinum núna en nokkrar samt eftir að bera en við eigum von á að þær beri undir miðjan mánuðin. Þær gengu upp vegna þess að hrúturinn var ekki að gera sitt hlutverk. Ég er samt ekki nærri komin með allt í fjárvís en vonandi get ég bætt það upp á næstu dögum. 

Við kláruðum að gera hreint Steinhúsið í dag en fyrstu bókuðu gestir koma eftir helgi og upp úr því er bókun eða fullt alla daga þangað til í ágúst einhverntíman.

Sæt lömb sofandi saman!

Ætlaði að setja fleiri myndir en netið er einhvað að plaga mig, set þær seinna


Mynd dagsins

Hér kemur mynd dagsins:

Þrár hænur að reyna að liggja á eggjunum fyrir mig

Mögnuðu hænurnar mínar, Nótt, Spes og Blesa ætluðu allar að liggja á eggjunum handa mér.


Sauðburðurinn

Góðan dag.

Það er farið að vera betra veður aftur. Búið að vera frekar kalt síðustu daga og nætur og ekkert spennandi að fara út en sauðburðurinn er á fullu komin ca 270 mörkuð lömb og ég á eftir að setja 100 af þeim í fjárvís. Kemur allt með tímanum. Það er ekki hægt að segja annað en að sauðburðurinn gangi bara rosalega vel, komnar 5 þrílembur og fár einlembur. Líka nokkrir tvílemdir gemlingar.

Lítill sonur var skírður um helgina og fékk nafnið Sæþór Ólafur. Hann er rosalega duglegur að sofa bara í vagninum sínum meðan mamma hans ætlar að vera í fjárhúsinu. Flekkan hans bara gimbur á dögunum þannig að það fjölgar í stofninum hjá prinsinum á þessum bæ.

Ásta systir á afmæli í dag, til lukku með það systir góð! Kaka út á það í kaffinu, marengs og rúlluterta og brúnterta, sleeeef !

Hviðan mín með þrílembingana sína

Lamb sofandi!

Sumar eru meiri hefðarfrír en aðrar, þessi er ættuð frá Kitta :)

Ykkur er velkomið að kíkja við í fjárhúsunum Smile


Sauðburður, útskrift og svo margt meira

Góða kvöldið.

Veðrið er ekki búið að vera neitt sérstakt seinustu daga. Kalt og rok en vonandi fer það að lagast. 

Ég útskrifaðist á laugardaginn 14. maí úr leiðsöguskólanum með 8,5 í meðaleinkunn, súperstolt. Rosagaman að mæta í útskriftina, við vorum 23 sem útskrifuðumst af öllum Vestfjörðum og Dölum.

Sauðburðurinn er núna á fullu og allt gengur vel. Komnar 2 þrílembur en önnur þeirra er Hviðan mín. Hún stökk út daginn áður en hún átti að bera og bar svo niður við Steinhús. Henni gengur alveg rosalega vel. Drottning Fjóla bar hrút og gimbur. Henni gengur líka rosalega vel. Allt í mjög flottum málum, Fyða var með 2 hrúta, gráan og svartan en Sjálfsbjörg með 2 hrúta, flekkóttan og hvítan. Það komu gofótt systkini ættuð frá Kitta í dag, hrútur og gimbur. Það er bókað alið.

Verið að smíða stíu fyrir Báru

Drottning Fjóla að bera

Skotta að bíða

Hviða mín með allt sitt

Heart Svo mikið fjör þessa dagana Heart


Hreingerningar og flott veður

Góðan dag!

Þessa dagana eru vorhreingerningar á fullu. Búið að þvo allar gardínur og búið að þrífa Skúrinn, eins er ég búin að þrífa allan Gullhólin en þangað eru allir velkomnir þessa dagana. Sumaropnun í Gullhólnum byrjar svo 20 maí en þá er opið frá 09:00 - 23:00 alla daga vikunnar Smile

Síðan þarf að gera við ýmislegt fyrir vorið og smíða hitt og þetta. Allt samt að verða tilbúið

Drottningin átti tal á mánudaginn en ég er ennþá að bíða eftir að hún beri og bíð spennt. Vona að ég fái tvær gimbrar sem ég get svo alið í haust. Svo eru nokkrar sem eiga tal í dag og smá á morgun þannig að sauðburðurinn er alveg að byrja þessa dagana. 

Hænurnar voru í síðasta skipti úti í gær í bili að minnsta kosti, þær mega ekki moldvarpast í garðinum í allt sumar takk fyrir. Við mamma þurfum að setja niður karteflurnar og klippa trén en hænurnar eru ekki vinsælar í því. 

Svo var ég áðan að fá út úr munnlegu prófunum og ég náði þannig að ég er að fara að útskrifast á laugardaginn sem svæðisleiðsögumaður um Vestfirði og Dali Grin EITT STÓRT BROS

Skotta í labbitúr með mér

Viðgerðarmaðurinn skrapp í kaffi og ég kíkti við á meðan :)


Besta veðrið

Halló!

Fallega veðrið er hér. Við búin að vera úti allan daginn að gera hitt og þetta. Labbitúr og svo sólbað og taka til í Gullhólnum, er búin að vera að dúlla mér þar í dag og í gær en það sést samt ekki högg á vatni, þetta kemur vonandi áður en ferðafólkið kemur. 

Ég fór á Ísafjörð á fimmtudaginn og tók munnlega prófið, tala í 10 mín í rútu og svo átti að tala í 5 mín um 4 atriði. Dregið eitt atriði úr fjórum flokkum með tíu atriði í hverjum flokki. Gekk ágætlega, vonast til að hafa náð. Vona,vona

Við vorum í garðinum í gær að klippa trén. Hænurnar eru afskaplega duglegar að hjálpa til. Þær stinga upp garðinn og tæta mosann. Algjörlega yndislegar. 

Hænurnar mosatætarar


Sjórinn

Algjört æði veður alla daga í sveitinni, 10°C heitt, logn og stundum sól. Æðislegt, verst hvað maður getur verið lítið úti. Munnulegu prófin á fimmtudag og málið er bara að lesa til að ná þessu.

1. maí þá fórum við á sjó. Það var frábært. Fórum alveg út á Blakksnestá og vorum að kíkja á útigöngukindurnar okkar. Sáum 4 kindur og 1 lamb. Síðan fórum við eiginlega alveg út að Tálkna. Frábært, svo langt síðan ég hef farið á sjó, fékk ekkert að fara í fyrra meðan ég var ólétt.

í gær þá fórum við mamma labbandi inn að Nesi að sækja karteflur. Guðni var þar og við kíktum til hans í leiðinni. Orðið svakalega flott hjá honum það sem hann er búinn með. 

Í dag er stefnan sett á garðinn og klippa trén og hafa gaman.

 

Búið að taka girðinguna hjá Kittatúninu, kemur bráðum ný.
 
báturinn tilbúinn
 
Fjöllin okkar
 
Njótum þess að vera í sveitinni  Wink

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Húni II fyrir utan Hænuvík
  • Gathelmurinn
  • Andarungarnir
  • Fallegt veður
  • Upp búin "rúm" í Steinhúsinu
  • Bræðurnir á leið niður í Keflavík

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband