Sauðburður, útskrift og svo margt meira

Góða kvöldið.

Veðrið er ekki búið að vera neitt sérstakt seinustu daga. Kalt og rok en vonandi fer það að lagast. 

Ég útskrifaðist á laugardaginn 14. maí úr leiðsöguskólanum með 8,5 í meðaleinkunn, súperstolt. Rosagaman að mæta í útskriftina, við vorum 23 sem útskrifuðumst af öllum Vestfjörðum og Dölum.

Sauðburðurinn er núna á fullu og allt gengur vel. Komnar 2 þrílembur en önnur þeirra er Hviðan mín. Hún stökk út daginn áður en hún átti að bera og bar svo niður við Steinhús. Henni gengur alveg rosalega vel. Drottning Fjóla bar hrút og gimbur. Henni gengur líka rosalega vel. Allt í mjög flottum málum, Fyða var með 2 hrúta, gráan og svartan en Sjálfsbjörg með 2 hrúta, flekkóttan og hvítan. Það komu gofótt systkini ættuð frá Kitta í dag, hrútur og gimbur. Það er bókað alið.

Verið að smíða stíu fyrir Báru

Drottning Fjóla að bera

Skotta að bíða

Hviða mín með allt sitt

Heart Svo mikið fjör þessa dagana Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband