Hreingerningar og flott veður

Góðan dag!

Þessa dagana eru vorhreingerningar á fullu. Búið að þvo allar gardínur og búið að þrífa Skúrinn, eins er ég búin að þrífa allan Gullhólin en þangað eru allir velkomnir þessa dagana. Sumaropnun í Gullhólnum byrjar svo 20 maí en þá er opið frá 09:00 - 23:00 alla daga vikunnar Smile

Síðan þarf að gera við ýmislegt fyrir vorið og smíða hitt og þetta. Allt samt að verða tilbúið

Drottningin átti tal á mánudaginn en ég er ennþá að bíða eftir að hún beri og bíð spennt. Vona að ég fái tvær gimbrar sem ég get svo alið í haust. Svo eru nokkrar sem eiga tal í dag og smá á morgun þannig að sauðburðurinn er alveg að byrja þessa dagana. 

Hænurnar voru í síðasta skipti úti í gær í bili að minnsta kosti, þær mega ekki moldvarpast í garðinum í allt sumar takk fyrir. Við mamma þurfum að setja niður karteflurnar og klippa trén en hænurnar eru ekki vinsælar í því. 

Svo var ég áðan að fá út úr munnlegu prófunum og ég náði þannig að ég er að fara að útskrifast á laugardaginn sem svæðisleiðsögumaður um Vestfirði og Dali Grin EITT STÓRT BROS

Skotta í labbitúr með mér

Viðgerðarmaðurinn skrapp í kaffi og ég kíkti við á meðan :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband