Sauðburðurinn

Góðan dag.

Það er farið að vera betra veður aftur. Búið að vera frekar kalt síðustu daga og nætur og ekkert spennandi að fara út en sauðburðurinn er á fullu komin ca 270 mörkuð lömb og ég á eftir að setja 100 af þeim í fjárvís. Kemur allt með tímanum. Það er ekki hægt að segja annað en að sauðburðurinn gangi bara rosalega vel, komnar 5 þrílembur og fár einlembur. Líka nokkrir tvílemdir gemlingar.

Lítill sonur var skírður um helgina og fékk nafnið Sæþór Ólafur. Hann er rosalega duglegur að sofa bara í vagninum sínum meðan mamma hans ætlar að vera í fjárhúsinu. Flekkan hans bara gimbur á dögunum þannig að það fjölgar í stofninum hjá prinsinum á þessum bæ.

Ásta systir á afmæli í dag, til lukku með það systir góð! Kaka út á það í kaffinu, marengs og rúlluterta og brúnterta, sleeeef !

Hviðan mín með þrílembingana sína

Lamb sofandi!

Sumar eru meiri hefðarfrír en aðrar, þessi er ættuð frá Kitta :)

Ykkur er velkomið að kíkja við í fjárhúsunum Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband