Gervi sumar og allt það

Góða kvöldið.

Það er ekki eins og fólk á Íslandi sé að ferðast mikið í þessum kulda. Meiri hlutinn af mínum gestum hefur verið útlendingar sem er frekar öðruvísi miðað við önnur sumur. En gestir eru gestir og allir eru hjartanlega velkomnir. Það er fullt að gera þannig að ég er svoo sátt með þetta allt saman. 

Andarungarnir dafna alveg ótrúlega vel og ég er svo sátt við það. Algjörar dúllur og eru orðnir svo stórir. Dúfuungarnir mínir eru líka orðnir flottir, ætla báðir að verða hvítir sem er algjört æði. 

Síðasta kindin bar núna um síðustu helgi þannig að núna eru allar kindurnar komnar út og ekki þarf að spá í þeim meira fyrr en í haust nema laga girðingar og reka úr túninu sem er ekkert leiðinlegt svo sem af og til. Góð líkamsrækt og æfing fyrir fæturnar fyrir haustið. 

Eigið góða daga!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband