Færsluflokkur: Bloggar
Bloggar | 15.7.2013 | 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 7.7.2013 | 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Með í för var ég og mamma.
Bloggar | 2.7.2013 | 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 4.7.2012 | 02:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Júní punktar úr sveitinni
- Það helsta í Hænuvík í júní er að úrkoman hefur aldrei verið minni eða 0,4 ml.
- Nokkrir labbitúrar voru farnir:
- Hænuvík - Sellátranes yfir Hænuvíkurnúp
- Látrabjarg labbað frá Geldingsskorardal
- Láginúpur - Kollsvík - Hænuvík
- Hádegishæð fyrir ofan Hænuví, út á brún fyrir ofan Urðavellina og brúnina heim, út á Hyrnuna og Hænuvíkurnúpinn
- Krían er öll í blóma, var fyrr að verpa en síðastliðin ár og komnir nokkrir ungar núna.
- Ferðafólkið kemur og fer. Ekki alveg jafn margir og í fyrra en vantar ekki mikið á.
Bloggar | 2.7.2012 | 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 14.5.2012 | 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 4.2.2012 | 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðan daginn!
Það er búið að vera mikið að gera í sveitinni þennan mánuðinn.
Það sem er merkilegast í fréttum er að pabbi setti upp golfholuna í þessum mánuði og er þetta bara flott. Það voru slegnar nokkrar þúfur hingað og þangað á Bölunum og svo allur Gullhóllinn að ofanverðu. Sett flagg og hola. Síðan eru tvær golfkylfur og kúla hjá. Rosa flott :)
Við vorum í fréttunum í gær, viðtal við pabba þar sem hann er að verða einn eftir á okkar svæði. Hérna má sjá viðtalið:
http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVBC78C58C-AA55-4185-8AFD-4AD50A325790
Við erum búin að taka upp karteflurnar og var það gert á einum degi. Við Ásta systir, Björgvin kærastinn hennar Ástu og Sæþór fóru í sveitina og skelltum karteflunum upp úr moldinni með mömmu með smávegis aðstoð hænsna. Allt gekk vel. Minn litli herramaður var bara duglegur að hjálpa ömmu sinni.
Annars er ég farin að búa á Patró og gengur bara fínt. Ég er á námskeiði núna sem heitir Landbúnaðartengd ferðaþjónusta og er í fjarnámi. Ásta systir gengur vel í skólanum og býr hún í nýja húsinu hans pabba sem hann keypti í vor. Þar er alltaf gott að koma. Pabbi búinn að vera duglegur að gera við það og laga.
Ætlaði að láta nokkrar myndir fylgja en það gekk ekki út af einhverjum ástæðum en reyni að vera duglegri að blogga :) !
Bloggar | 30.9.2011 | 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðan daginn allir.
Ekki er ég búin að vera neitt svo dugleg við að blogga en ætla að koma með eina feita sumarfærslu núna. Það er alveg fullt búið að gerast hérna síðan síðast.
Andarungarnir mínir fóru á pollinn þegar þeir voru um mánðargamlir. Ég fór með þá í körfu og sleppti þeim og sótti þá svo nokkrum tímum seinna. Svo setti ég þá í andarkofann. Það gekk vel að kenna þeim að fara heim og út aftur. Svo gafst Grása upp á sínum eggjum og sætti sig við ungana mína og er hún núna mamman þeirra. Gott mál. Svo eru karlarnir þrír líka með ungunum mínum.
Seinnipartinn í júlí kom Brúna öndin með átta unga. Þá var hún sett í andarkofann en hinar endurnar sem voru fyrir í fjárhúsið. Allir andarungarnir eru lifandi og dafna vel. Þeir hafa stundum farið út á pollinn á daginn en koma alltaf heim á kvöldin.
Veðrið er búið að vera gott og þar af leiðandi erum við dugleg að fara á sjó. Fórum á sjó smá í júlí. Fórum einn daginn á spýtubátnum á Nes. Bara í skemmtisiglingu. Náðum rosalega flottum myndum. Spegilsléttur sjór og fínheit. Svo fórum við á plastbátnum undir Molduxan í Tálknanum og það var líka rosalega gaman. Þá fórum við og veiddum fiska í leiðinni.
Við systur erum búnar að vera duglegar að labba. Erum meðal annars búnar að labba Hænuvík - EfriTunga, EfriTunga - Kollsvík og Kollsvík - Breiðavík. Í æðislegu veðri, sól og fallegt enda erum við komnar með góðan lit.
Ferðaþjónustan er búin að ganga eins og í sögu. Vel bókað og ekkert vesen. Líka ágæt sala í handverki, allavega er mikið alveg að klárast. Og áfram pantað soldið frá á mánaðarmót.
Þótt það sé búið að vera gott veður hefur ekki rignt neitt mikið. Súld og rigning á köflum í viku í endi júlí. Þar af leiðandi er grasið á túnunum takmarkað en smá allt í lagi en samt ekki nóg. Heyskapur byrjaði ekki fyrr en í kringum mánaðamót núna í stað þess að vera að klárast á þessum tíma. En það gengur vel að slá og hirða það sem hefur sprottið.
Er búin að taka yfir 2000 myndir í sumar þannig að ef þið viljið sjá fleiri þá eruði velkomin í kaffi.
Bloggar | 16.8.2011 | 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðan daginn.
Það er mikið að gera þessar vikurnar. Fullt af ferðafólki og öðru sem þarf þjónustu. Það er reyndar ekki mikil lausatraffík en að bætast í hana og hún er aðeins að aukast.
Gisting í júní náði 39% aukningu í gistinóttum frá því í fyrra og er ég mjög ánægð með það, vantaði ekki nema smávegis upp á til að ná metárinu í júní 2009.
Við erum komin með lyklana af Mörtuhúsi, nýja húsinu sem pabbi keypti undir okkur börnin í vetur. Það var farin ferð til að skoða það í dag en því miður komst ég ekki með. Ætla að fá lyklana í láni og fá að kíkja inn næst þegar ég fer á Patró. Svo verður flutt á Patró þegar ferðafólkið verður hætt að koma. Prufa að búa, verður gaman.
Andarungarnir eru að lifna og verða svo fallegir, komnir með smá fiður í staðinn fyrir dún og þess háttar. Dúfuungarnir vaxa líka vel og eru báðir hvítir.
Bloggar | 4.7.2011 | 16:52 (breytt kl. 16:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Viðskipti
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
- Breytti landslagi markaðarins
- Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki
- Arion áætlar um 8,3 milljarða hagnað