Færsluflokkur: Bloggar

8. - 14. júlí

Veðrið er búið að vera rok á köflum auk rigningar alla vikuna. Það var rigningarlaust í dag og í gær og við slóum nokkur tún. En það kom súld úr lofti og ekki almennilega þurrt svo það þorni. 
Ferðafólkið kemur á hverjum degi, fólk frá Hollandi og Austurríki svo einhver lönd séu nefnd auk okkar föstu gesta sem eru Íslendingar. 
 
Gathelmurinn
Það er vinsælt þegar fólk kemur til okkar í Hænuvík að gista í 2 - 3 nætur hjá okkur og fara í gönguferðir. Gathelmurinn er einn af okkar flottu náttúruperlum sem gaman er að fara og skoða. Hægt að fara í gegnum hann og svo er hann líka mjög fallegur í kvöldsólinni.
 
Húni II fyrir utan Hænuvík
Það var notalegt í dag að sitja við eldhúsborðið í Steinhúsinu, borða æðislega skúffuköku og horfa á Vörð II koma frá Patró og taka á móti Húna II og bjóða hann velkominn í fjörðinn okkar.
 
Kveðjur úr sveitinni Wink

Vikan 1. - 7. júlí

Fyrsta vikan í júlí er búin að vera góð fyrir utan rok síðasta sólarhring. En það fauk ekkert og allir voru sáttir sem voru hjá okkur í gistingu. 
 
Upp búin
Búið að vera mikið af fólki og nánast allt með rúmföt svo þvottavélin er að vinna vinnuna sína þessa dagana. Mest fór í að þvo 8 sinnum einn daginn, allt rúmfatnaður og handklæði. 
 
Fallegt veður
Það er búið að vera fallegt veður. Var reyndar mikið rok í gær en orðið nánast logn núna, smá hviðótt. 
 
Andarungarnir
Andarungarnir sem fæddust í endu júní stækka vel og eru orðnir helmingi stærri en þegar þeir fæddust.  Fólk sem kemur til okkar í Hænuvík er velkomið að skoða ungana í fylgd heimamanna.

Vikan 24.-30. júní

Það var duglegt fólk í Hænuvík þessa helgina. Öll tækifæri nýtt og farið á fjöll, labbaðar skemmtilegar leiðir sem gaman væri að skoða betur og fara aftur síðar. 
 
Föstudagurinn 27.06 fór í gönguferð
Föstudaginn 28. júní var farið í gönguferð. Lagt var upp frá Hænuvík og farin Tunguheiði og farið niður í Tungu. Veðrið var ekkert sérstakt, þokusúld og kalt. Súkkulaðið bráðnaði ekki milli fingranna meðan það var borðað.
Með í för var ég og mamma.
 
 
Hænuvík séð úr Hænuvíkurskarði
Á laugardaginn 29. júní var farin önnur gönguleið. Þá var farið upp frá Hænuvík, upp í Hænuvíkurskarð, niður í Vatnadal og upp á Breiðinn. Þaðan var haldið til Breiðavíkur niður með Hafnargili. Það var þokkalegt veður, sól á köflum og hlýtt, smá gola.
Með í för var ég og mamma.
 
 
Bræðurnir á leið niður í Keflavík
Á sunnudag var farin þriðja gangan. Þá var lagt upp frá Hnjóti, gengið upp í Dalverpi að krossgötum þar sem hægt er að vela að fara í Sauðlauksdal, Lambavatn, Breiðavík og Keflavík. Ákveðið var að fara niður í Keflavík. Veðrið var frábært, sól og logn alla leiðina. Vel bráðið súkkulaði kom heim óborðað.
Með í för voru ég, mamma, Ásta og Svenni.
 
 
Rauðisandur fallegur
Á sunnudaginn var Rauðisandur fallegur, logn og blíða. Myndin er tekin áður en það er farið niður í Keflavíkina. 
 
Við áætlum að skrifa hérna alltaf inn á sunnudagskvöldum og setja nokkrar meðfylgjandi myndir af því sem gerist í hverri viku hjá okkur. Gaman er að fá comment ef einhverjir eru að fylgjast með okkur. Síðan viljum við minna ykkur á að við erum búin að vera að uppfæra facebook síðuna okkar síðustu daga og setja inn nýjar myndir af sumarhúsunum okkkar og afþreyingunni sem er hjá okkur. 
 
 Kveðjur Guðný Smile

Rigning

 Loksins rigning!
 
Sólarlag og úrhellisrigning
 
Sólarlagið reyndi að hafa betur fyrir rigningunni sem kom áðan. Sólin komst aðeins yfir skýin en skýin sem voru í kring voru stór, dökk og mikil.
 
Krían og Kittabærinn
 
Kittabærinn og Krían falleg í rigningunni með regnbogann yfir sér.
 
Núpurinn
 
Núpurinn með hinn helminginn af regnboganum.

Júní

Júní punktar úr sveitinni

  • Það helsta í Hænuvík í júní er að úrkoman hefur aldrei verið minni eða 0,4 ml.
  • Nokkrir labbitúrar voru farnir:
    • Hænuvík - Sellátranes yfir Hænuvíkurnúp
    • Látrabjarg labbað frá Geldingsskorardal
    • Láginúpur - Kollsvík - Hænuvík
    • Hádegishæð fyrir ofan Hænuví, út á brún fyrir ofan Urðavellina og brúnina heim, út á Hyrnuna og Hænuvíkurnúpinn
  • Krían er öll í blóma, var fyrr að verpa en síðastliðin ár og komnir nokkrir ungar núna.
  • Ferðafólkið kemur og fer. Ekki alveg jafn margir og í fyrra en vantar ekki mikið á.

 

 

Þokan
 
Falleg þokan sem skríður inn fjörðinn
 
 Tekið niður á Urðarvöllinn
 
Þessi er tekin niður á veginn á skriðunum milli Nes og Gjögra. Æðislega fallegt útsýni þarna uppá.

 


Vorið kemur og fer!

Grásleppan vorið 2012
 
Búið að hengja upp grásleppu þetta vorið Wink
 
Kittabær þrifinn
 
Kittabærinn var þrifinn í byrjun maí eins og vant er og skipt um myndir á veggjunum Happy
 
 nokkur lömb komin
 
Fyrsta kindin bar 6. apríl og var þrílemb. Síðan eru komin um 40 lömb. 4 þrílembur og 2 einlembur. 3 gelmingar með 2 lömb á móti einum með 1 lamb. Glæsileg byrjun LoL
 
kindurnar úti
 
Kindurnar að fara inn eftir góðan og sólríkan dag. Sæþór Ólafur situr í kerrunni sinni og bíður Smile
 
vont veður
 
Norðan kuldi í dag, snjókoma í nótt, fór í -4 gráður í nótt og mikið rok Pinch
Sem betur fer engar lambrollur komnar út Sideways
 
Styttist í splunkunýjar myndir úr sumarhúsunum eftir vorhreingerningar!

Snjómyndir

Ég er búin að setja inn nokkrar myndir af snjónum sem kom í byrjun janúar en er að flestu leiti farinn núna. Bara eftir einhvað af sköflum á víð og dreyf. Sólin farin að gæjast yfir fjallið og fallegt veður þessa daga. Wink

September

Góðan daginn!

Það er búið að vera mikið að gera í sveitinni þennan mánuðinn. 

Það sem er merkilegast í fréttum er að pabbi setti upp golfholuna í þessum mánuði og er þetta bara flott. Það voru slegnar nokkrar þúfur hingað og þangað á Bölunum og svo allur Gullhóllinn að ofanverðu. Sett flagg og hola. Síðan eru tvær golfkylfur og kúla hjá. Rosa flott :)

Við vorum í fréttunum í gær, viðtal við pabba þar sem hann er að verða einn eftir á okkar svæði. Hérna má sjá viðtalið: 

http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVBC78C58C-AA55-4185-8AFD-4AD50A325790

Við erum búin að taka upp karteflurnar og var það gert á einum degi. Við Ásta systir, Björgvin kærastinn hennar Ástu og Sæþór fóru í sveitina og skelltum karteflunum upp úr moldinni með mömmu með smávegis aðstoð hænsna. Allt gekk vel. Minn litli herramaður var bara duglegur að hjálpa ömmu sinni. 

Annars er ég farin að búa á Patró og gengur bara fínt. Ég er á námskeiði núna sem heitir Landbúnaðartengd ferðaþjónusta og er í fjarnámi. Ásta systir gengur vel í skólanum og býr hún í nýja húsinu hans pabba sem hann keypti í vor. Þar er alltaf gott að koma. Pabbi búinn að vera duglegur að gera við það og laga. 

 Ætlaði að láta nokkrar myndir fylgja en það gekk ekki út af einhverjum ástæðum en reyni að vera duglegri að blogga :) !

 


Gott sumar

Góðan daginn allir.

Ekki er ég búin að vera neitt svo dugleg við að blogga en ætla að koma með eina feita sumarfærslu núna. Það er alveg fullt búið að gerast hérna síðan síðast.

Andarungarnir mínir fóru á pollinn þegar þeir voru um mánðargamlir. Ég fór með þá í körfu og sleppti þeim og sótti þá svo nokkrum tímum seinna. Svo setti ég þá í andarkofann. Það gekk vel að kenna þeim að fara heim og út aftur. Svo gafst Grása upp á sínum eggjum og sætti sig við ungana mína og er hún núna mamman þeirra. Gott mál. Svo eru karlarnir þrír líka með ungunum mínum.
Seinnipartinn í júlí kom Brúna öndin með átta unga. Þá var hún sett í andarkofann en hinar endurnar sem voru fyrir í fjárhúsið. Allir andarungarnir eru lifandi og dafna vel. Þeir hafa stundum farið út á pollinn á daginn en koma alltaf heim á kvöldin.

Veðrið er búið að vera gott og þar af leiðandi erum við dugleg að fara á sjó. Fórum á sjó smá í júlí. Fórum einn daginn á spýtubátnum á Nes. Bara í skemmtisiglingu. Náðum rosalega flottum myndum. Spegilsléttur sjór og fínheit. Svo fórum við á plastbátnum undir Molduxan í Tálknanum og það var líka rosalega gaman. Þá fórum við og veiddum fiska í leiðinni.

Við systur erum búnar að vera duglegar að labba. Erum meðal annars búnar að labba Hænuvík - EfriTunga, EfriTunga - Kollsvík og Kollsvík - Breiðavík. Í æðislegu veðri, sól og fallegt enda erum við komnar með góðan lit.

Ferðaþjónustan er búin að ganga eins og í sögu. Vel bókað og ekkert vesen. Líka ágæt sala í handverki, allavega er mikið alveg að klárast. Og áfram pantað soldið frá á mánaðarmót. 

Þótt það sé búið að vera gott veður hefur ekki rignt neitt mikið. Súld og rigning á köflum í viku í endi júlí. Þar af leiðandi er grasið á túnunum takmarkað en smá allt í lagi en samt ekki nóg. Heyskapur byrjaði ekki fyrr en í kringum mánaðamót núna í stað þess að vera að klárast á þessum tíma. En það gengur vel að slá og hirða það sem hefur sprottið.

Pabbi að koma í land að sækja okkur á spýtubát

Fyrsta skiptið á pollinn :)

Stóóór fiskur á stönginni

Brúnka með alla ungana sína

Er búin að taka yfir 2000 myndir í sumar þannig að ef þið viljið sjá fleiri þá eruði velkomin í kaffi. 

Smile


Sveitasæla

Góðan daginn.

Það er mikið að gera þessar vikurnar. Fullt af ferðafólki og öðru sem þarf þjónustu. Það er reyndar ekki mikil lausatraffík en að bætast í hana og hún er aðeins að aukast.

Gisting í júní náði 39% aukningu í gistinóttum frá því í fyrra og er ég mjög ánægð með það, vantaði ekki nema smávegis upp á til að ná metárinu í júní 2009. 

Við erum komin með lyklana af Mörtuhúsi, nýja húsinu sem pabbi keypti undir okkur börnin í vetur. Það var farin ferð til að skoða það í dag en því miður komst ég ekki með. Ætla að fá lyklana í láni og fá að kíkja inn næst þegar ég fer á Patró. Svo verður flutt á Patró þegar ferðafólkið verður hætt að koma. Prufa að búa, verður gaman. 

Andarungarnir eru að lifna og verða svo fallegir, komnir með smá fiður í staðinn fyrir dún og þess háttar. Dúfuungarnir vaxa líka vel og eru báðir hvítir.

Heart

Andarungarnir mínir

Heart

 Dúfuungarnir mínir

Heart

Verið að moka moðhaugnum í burtu

Heart

Garðurinn flottur :)

Heart

 

 
 

 

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Húni II fyrir utan Hænuvík
  • Gathelmurinn
  • Andarungarnir
  • Fallegt veður
  • Upp búin "rúm" í Steinhúsinu
  • Bræðurnir á leið niður í Keflavík

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband