Vikan 24.-30. júní

Það var duglegt fólk í Hænuvík þessa helgina. Öll tækifæri nýtt og farið á fjöll, labbaðar skemmtilegar leiðir sem gaman væri að skoða betur og fara aftur síðar. 
 
Föstudagurinn 27.06 fór í gönguferð
Föstudaginn 28. júní var farið í gönguferð. Lagt var upp frá Hænuvík og farin Tunguheiði og farið niður í Tungu. Veðrið var ekkert sérstakt, þokusúld og kalt. Súkkulaðið bráðnaði ekki milli fingranna meðan það var borðað.
Með í för var ég og mamma.
 
 
Hænuvík séð úr Hænuvíkurskarði
Á laugardaginn 29. júní var farin önnur gönguleið. Þá var farið upp frá Hænuvík, upp í Hænuvíkurskarð, niður í Vatnadal og upp á Breiðinn. Þaðan var haldið til Breiðavíkur niður með Hafnargili. Það var þokkalegt veður, sól á köflum og hlýtt, smá gola.
Með í för var ég og mamma.
 
 
Bræðurnir á leið niður í Keflavík
Á sunnudag var farin þriðja gangan. Þá var lagt upp frá Hnjóti, gengið upp í Dalverpi að krossgötum þar sem hægt er að vela að fara í Sauðlauksdal, Lambavatn, Breiðavík og Keflavík. Ákveðið var að fara niður í Keflavík. Veðrið var frábært, sól og logn alla leiðina. Vel bráðið súkkulaði kom heim óborðað.
Með í för voru ég, mamma, Ásta og Svenni.
 
 
Rauðisandur fallegur
Á sunnudaginn var Rauðisandur fallegur, logn og blíða. Myndin er tekin áður en það er farið niður í Keflavíkina. 
 
Við áætlum að skrifa hérna alltaf inn á sunnudagskvöldum og setja nokkrar meðfylgjandi myndir af því sem gerist í hverri viku hjá okkur. Gaman er að fá comment ef einhverjir eru að fylgjast með okkur. Síðan viljum við minna ykkur á að við erum búin að vera að uppfæra facebook síðuna okkar síðustu daga og setja inn nýjar myndir af sumarhúsunum okkkar og afþreyingunni sem er hjá okkur. 
 
 Kveðjur Guðný Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband