Gott sumar

Góðan daginn allir.

Ekki er ég búin að vera neitt svo dugleg við að blogga en ætla að koma með eina feita sumarfærslu núna. Það er alveg fullt búið að gerast hérna síðan síðast.

Andarungarnir mínir fóru á pollinn þegar þeir voru um mánðargamlir. Ég fór með þá í körfu og sleppti þeim og sótti þá svo nokkrum tímum seinna. Svo setti ég þá í andarkofann. Það gekk vel að kenna þeim að fara heim og út aftur. Svo gafst Grása upp á sínum eggjum og sætti sig við ungana mína og er hún núna mamman þeirra. Gott mál. Svo eru karlarnir þrír líka með ungunum mínum.
Seinnipartinn í júlí kom Brúna öndin með átta unga. Þá var hún sett í andarkofann en hinar endurnar sem voru fyrir í fjárhúsið. Allir andarungarnir eru lifandi og dafna vel. Þeir hafa stundum farið út á pollinn á daginn en koma alltaf heim á kvöldin.

Veðrið er búið að vera gott og þar af leiðandi erum við dugleg að fara á sjó. Fórum á sjó smá í júlí. Fórum einn daginn á spýtubátnum á Nes. Bara í skemmtisiglingu. Náðum rosalega flottum myndum. Spegilsléttur sjór og fínheit. Svo fórum við á plastbátnum undir Molduxan í Tálknanum og það var líka rosalega gaman. Þá fórum við og veiddum fiska í leiðinni.

Við systur erum búnar að vera duglegar að labba. Erum meðal annars búnar að labba Hænuvík - EfriTunga, EfriTunga - Kollsvík og Kollsvík - Breiðavík. Í æðislegu veðri, sól og fallegt enda erum við komnar með góðan lit.

Ferðaþjónustan er búin að ganga eins og í sögu. Vel bókað og ekkert vesen. Líka ágæt sala í handverki, allavega er mikið alveg að klárast. Og áfram pantað soldið frá á mánaðarmót. 

Þótt það sé búið að vera gott veður hefur ekki rignt neitt mikið. Súld og rigning á köflum í viku í endi júlí. Þar af leiðandi er grasið á túnunum takmarkað en smá allt í lagi en samt ekki nóg. Heyskapur byrjaði ekki fyrr en í kringum mánaðamót núna í stað þess að vera að klárast á þessum tíma. En það gengur vel að slá og hirða það sem hefur sprottið.

Pabbi að koma í land að sækja okkur á spýtubát

Fyrsta skiptið á pollinn :)

Stóóór fiskur á stönginni

Brúnka með alla ungana sína

Er búin að taka yfir 2000 myndir í sumar þannig að ef þið viljið sjá fleiri þá eruði velkomin í kaffi. 

Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband