Góðan dag!
Þessa dagana eru vorhreingerningar á fullu. Búið að þvo allar gardínur og búið að þrífa Skúrinn, eins er ég búin að þrífa allan Gullhólin en þangað eru allir velkomnir þessa dagana. Sumaropnun í Gullhólnum byrjar svo 20 maí en þá er opið frá 09:00 - 23:00 alla daga vikunnar
Síðan þarf að gera við ýmislegt fyrir vorið og smíða hitt og þetta. Allt samt að verða tilbúið
Drottningin átti tal á mánudaginn en ég er ennþá að bíða eftir að hún beri og bíð spennt. Vona að ég fái tvær gimbrar sem ég get svo alið í haust. Svo eru nokkrar sem eiga tal í dag og smá á morgun þannig að sauðburðurinn er alveg að byrja þessa dagana.
Hænurnar voru í síðasta skipti úti í gær í bili að minnsta kosti, þær mega ekki moldvarpast í garðinum í allt sumar takk fyrir. Við mamma þurfum að setja niður karteflurnar og klippa trén en hænurnar eru ekki vinsælar í því.
Svo var ég áðan að fá út úr munnlegu prófunum og ég náði þannig að ég er að fara að útskrifast á laugardaginn sem svæðisleiðsögumaður um Vestfirði og Dali EITT STÓRT BROS
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.