Fyrsta vikan í júlí er búin að vera góð fyrir utan rok síðasta sólarhring. En það fauk ekkert og allir voru sáttir sem voru hjá okkur í gistingu.
Búið að vera mikið af fólki og nánast allt með rúmföt svo þvottavélin er að vinna vinnuna sína þessa dagana. Mest fór í að þvo 8 sinnum einn daginn, allt rúmfatnaður og handklæði.
Það er búið að vera fallegt veður. Var reyndar mikið rok í gær en orðið nánast logn núna, smá hviðótt.
Andarungarnir sem fæddust í endu júní stækka vel og eru orðnir helmingi stærri en þegar þeir fæddust. Fólk sem kemur til okkar í Hænuvík er velkomið að skoða ungana í fylgd heimamanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.