September

Góðan daginn!

Það er búið að vera mikið að gera í sveitinni þennan mánuðinn. 

Það sem er merkilegast í fréttum er að pabbi setti upp golfholuna í þessum mánuði og er þetta bara flott. Það voru slegnar nokkrar þúfur hingað og þangað á Bölunum og svo allur Gullhóllinn að ofanverðu. Sett flagg og hola. Síðan eru tvær golfkylfur og kúla hjá. Rosa flott :)

Við vorum í fréttunum í gær, viðtal við pabba þar sem hann er að verða einn eftir á okkar svæði. Hérna má sjá viðtalið: 

http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVBC78C58C-AA55-4185-8AFD-4AD50A325790

Við erum búin að taka upp karteflurnar og var það gert á einum degi. Við Ásta systir, Björgvin kærastinn hennar Ástu og Sæþór fóru í sveitina og skelltum karteflunum upp úr moldinni með mömmu með smávegis aðstoð hænsna. Allt gekk vel. Minn litli herramaður var bara duglegur að hjálpa ömmu sinni. 

Annars er ég farin að búa á Patró og gengur bara fínt. Ég er á námskeiði núna sem heitir Landbúnaðartengd ferðaþjónusta og er í fjarnámi. Ásta systir gengur vel í skólanum og býr hún í nýja húsinu hans pabba sem hann keypti í vor. Þar er alltaf gott að koma. Pabbi búinn að vera duglegur að gera við það og laga. 

 Ætlaði að láta nokkrar myndir fylgja en það gekk ekki út af einhverjum ástæðum en reyni að vera duglegri að blogga :) !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband