Það er allt á fullu í sveitinni þessa dagana.
Við erum að bíða eftir að síðustu kindurnar klári að bera, ferðafólkinu er að fjölga í sveitinni og allt í góðum blóma. Veðrið er búið að vera gott og allir hressir og glaðir með sitt.
Við fengum salat og þannig gras frá Gley mér ey frænkunum okkar í Borganesi sent vestur með Svenna og Steinu sem eru núna á Nesi þannig að það er mikið um að við séum að skreppa. Grasið er komið í beðin og núna er beðið eftir rigningu til að vökva.
Ég varð svo lánsöm núna í byrjun mánaðarins að ég fékk úr andareggjunum sem hænurnar voru búnar að liggja á fyrir mig, 3 sæta andarunga. Það var bara eitt vandamál þegar ungarnir komu úr eggjunum að ég gleymdi að pæla í mat fyrir þá þannig að ég þurfti að fara og panta mat þegar þeir voru fæddir, en það kom ekki að sök, þeir braggast mjög vel.
Sömu daga fékk ég 2 dúfuunga sem braggast líka mjög vel. Allt yndislegt.
Athugasemdir
æj æj aumingja hænan fær áfall þegar "börnin" hennar æða í næsta poll hahahaha ...þú verður að vera klár á myndavélinni hahaha
Ragnheiður , 13.6.2011 kl. 06:50
heheheh já pabbi bíður eftir því að hænan fari að synda með ungunum sínum haha
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir, 13.6.2011 kl. 14:49
Sæl - ég ranglaði inn á síðuna þína og finnst hún skemmtileg. Nú þarf ég að vísa í eldra blogg frá þér sem ekki er hægt að setja athugasemdir við úr þessu. Ég er svo hrifin af nöfnum á ám - . Ég ólst að hluta til upp í sveit og faðir minn var mjög frumlegur í nafnavali á ærnar. Eitt árið voru nöfnin öll tónlistartengd s.s. Lúta; Tromma; Trumba; Aría; Ópera; Fiðla; Sinfonía o.s.frv.
Njóttu sveitarinnar og alls lífsins sem kviknar á vorin.
Kveðja,
I.
Ingibjörg (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.