Halló!
Fallega veðrið er hér. Við búin að vera úti allan daginn að gera hitt og þetta. Labbitúr og svo sólbað og taka til í Gullhólnum, er búin að vera að dúlla mér þar í dag og í gær en það sést samt ekki högg á vatni, þetta kemur vonandi áður en ferðafólkið kemur.
Ég fór á Ísafjörð á fimmtudaginn og tók munnlega prófið, tala í 10 mín í rútu og svo átti að tala í 5 mín um 4 atriði. Dregið eitt atriði úr fjórum flokkum með tíu atriði í hverjum flokki. Gekk ágætlega, vonast til að hafa náð. Vona,vona
Við vorum í garðinum í gær að klippa trén. Hænurnar eru afskaplega duglegar að hjálpa til. Þær stinga upp garðinn og tæta mosann. Algjörlega yndislegar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.