8. - 14. júlí

Veðrið er búið að vera rok á köflum auk rigningar alla vikuna. Það var rigningarlaust í dag og í gær og við slóum nokkur tún. En það kom súld úr lofti og ekki almennilega þurrt svo það þorni. 
Ferðafólkið kemur á hverjum degi, fólk frá Hollandi og Austurríki svo einhver lönd séu nefnd auk okkar föstu gesta sem eru Íslendingar. 
 
Gathelmurinn
Það er vinsælt þegar fólk kemur til okkar í Hænuvík að gista í 2 - 3 nætur hjá okkur og fara í gönguferðir. Gathelmurinn er einn af okkar flottu náttúruperlum sem gaman er að fara og skoða. Hægt að fara í gegnum hann og svo er hann líka mjög fallegur í kvöldsólinni.
 
Húni II fyrir utan Hænuvík
Það var notalegt í dag að sitja við eldhúsborðið í Steinhúsinu, borða æðislega skúffuköku og horfa á Vörð II koma frá Patró og taka á móti Húna II og bjóða hann velkominn í fjörðinn okkar.
 
Kveðjur úr sveitinni Wink

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband