Búið að hengja upp grásleppu þetta vorið 

Kittabærinn var þrifinn í byrjun maí eins og vant er og skipt um myndir á veggjunum 

Fyrsta kindin bar 6. apríl og var þrílemb. Síðan eru komin um 40 lömb. 4 þrílembur og 2 einlembur. 3 gelmingar með 2 lömb á móti einum með 1 lamb. Glæsileg byrjun 

Kindurnar að fara inn eftir góðan og sólríkan dag. Sæþór Ólafur situr í kerrunni sinni og bíður 

Norðan kuldi í dag, snjókoma í nótt, fór í -4 gráður í nótt og mikið rok 

Sem betur fer engar lambrollur komnar út 

Styttist í splunkunýjar myndir úr sumarhúsunum eftir vorhreingerningar!
Athugasemdir
Brrrrr....Guðný, það kemur bara hrollur í mann !
Ragnheiður , 14.5.2012 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.