Of stuttir dagar, ekki öllu komið í verk.

Góðan daginn.

Það er búið að vera kaldur maí og er ennþá ekkert voðalega hlýtt en það fer vonandi að lagast. 

Sauðburðurinn er búinn að vera alveg á fullu, fullt að gerast og allt gengið eftir óskum. Það er orðið rólegra í sauðburðinum núna en nokkrar samt eftir að bera en við eigum von á að þær beri undir miðjan mánuðin. Þær gengu upp vegna þess að hrúturinn var ekki að gera sitt hlutverk. Ég er samt ekki nærri komin með allt í fjárvís en vonandi get ég bætt það upp á næstu dögum. 

Við kláruðum að gera hreint Steinhúsið í dag en fyrstu bókuðu gestir koma eftir helgi og upp úr því er bókun eða fullt alla daga þangað til í ágúst einhverntíman.

Sæt lömb sofandi saman!

Ætlaði að setja fleiri myndir en netið er einhvað að plaga mig, set þær seinna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Guðný mín, voruð þið með letihrút ?

Ragnheiður , 5.6.2011 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband