Góðan daginn.
Það er búið að vera kaldur maí og er ennþá ekkert voðalega hlýtt en það fer vonandi að lagast.
Sauðburðurinn er búinn að vera alveg á fullu, fullt að gerast og allt gengið eftir óskum. Það er orðið rólegra í sauðburðinum núna en nokkrar samt eftir að bera en við eigum von á að þær beri undir miðjan mánuðin. Þær gengu upp vegna þess að hrúturinn var ekki að gera sitt hlutverk. Ég er samt ekki nærri komin með allt í fjárvís en vonandi get ég bætt það upp á næstu dögum.
Við kláruðum að gera hreint Steinhúsið í dag en fyrstu bókuðu gestir koma eftir helgi og upp úr því er bókun eða fullt alla daga þangað til í ágúst einhverntíman.
Ætlaði að setja fleiri myndir en netið er einhvað að plaga mig, set þær seinna
Athugasemdir
Guðný mín, voruð þið með letihrút ?
Ragnheiður , 5.6.2011 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.