Sjórinn

Algjört æði veður alla daga í sveitinni, 10°C heitt, logn og stundum sól. Æðislegt, verst hvað maður getur verið lítið úti. Munnulegu prófin á fimmtudag og málið er bara að lesa til að ná þessu.

1. maí þá fórum við á sjó. Það var frábært. Fórum alveg út á Blakksnestá og vorum að kíkja á útigöngukindurnar okkar. Sáum 4 kindur og 1 lamb. Síðan fórum við eiginlega alveg út að Tálkna. Frábært, svo langt síðan ég hef farið á sjó, fékk ekkert að fara í fyrra meðan ég var ólétt.

í gær þá fórum við mamma labbandi inn að Nesi að sækja karteflur. Guðni var þar og við kíktum til hans í leiðinni. Orðið svakalega flott hjá honum það sem hann er búinn með. 

Í dag er stefnan sett á garðinn og klippa trén og hafa gaman.

 

Búið að taka girðinguna hjá Kittatúninu, kemur bráðum ný.
 
báturinn tilbúinn
 
Fjöllin okkar
 
Njótum þess að vera í sveitinni  Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband