Ég sit bara hérna í rólegheitum, allir sofnaðir nema við mamma og er að hlusta á góða tónlist og læri fyrir munnlegu lokaprófin í leiðsögunáminu, elska að vera að verða búin en útskriftin er 14 maí en veit ekki hvort ég hafi einhverja útskriftarveislu, ætli það nokkuð.
Fékk flugu í dag. Langar að gera svoa venjuleg spil með myndum frá Hænuvík, spurning hvað svoleiðis kostar, hvernig lýst ykkur á að eiga þannig spil. Er veik fyrir þessari hugmynd. Bara jólagjöfin í ár.
Kindurnar bera áfram en Þirnirós bar og Gofa líka. Tvö hvor, man ekki hvort ég hafi verið búin að nefna það, held ekki, samt ekki viss.
Það er rigning og rok annan daginn og sól og blíða hinn. Í dag var samt þoka og súld. Samt hlýtt og blankandi logn, algjört æði. Við vorum fullt dugleg úti í dag. Pabbi að dreifa skít, við mamma og Ásta að væbblast, í fjörunni og annarstaðar.
Fegurð út í eitt !
Athugasemdir
Það er svo gott að vera í sveitinni :) Þarf að spá í hvort ég komist ekki í sumar til að vera í viku.....hlaða batteríin
Ragnheiður , 2.5.2011 kl. 07:03
Vonandi fáum við að sjá þig í sumar, þú ert alltaf velkomin til okkar :)
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir, 3.5.2011 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.