Góða kvöldið
Veðrið er búið að vera rigning og rok nema í gær en þá var sumar og sól, hlýtt, logn og flott veður. Við löbbuðum inn að Nesi og ég var fullt úti, fór og var með hænunum mínum í garðinum og týndi allt ruslið úr garðinum sem var reyndar enginn allur. Nokkrir blómapottar. En of mikið til að geyma það. Síðan sópaði ég í Gullhólnum.
Það var vel mætt í messu á sunnudag, eða páskadag og síðan var árlega páskakaffið hérna í ár. Afkomendur ömmu Grétu og afa Óla sem eru á sunnan-verðum Vestfjörðum hittast alltaf á páskadag auk annarra sem eru á Nesi eða ættingja sem eru á svæðinu. Það var mikið stuð og mikið gaman. Rjómaterta, rúlluterta, súkkulaðikaka og fleira gotterí. Allir hressir og kátir.
Í dag er síðan bara búið að vera innidagur. Dúfurnar mínar eru komnar með unga. Annar dó en hinn lifir og er hress. Hann kom úr egginu á páskadag. Akkúrat eins og ég óskaði.
Kúrena bar í gærkvöldi, hún var með hrút og gimbur. Allir heilsast vel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.