Páskadagur

Góða kvöldið Wink

Veðrið er búið að vera rigning og rok nema í gær en þá var sumar og sól, hlýtt, logn og flott veður. Við löbbuðum inn að Nesi og ég var fullt úti, fór og var með hænunum mínum í garðinum og týndi allt ruslið úr garðinum sem var reyndar enginn allur. Nokkrir blómapottar. En of mikið til að geyma það. Síðan sópaði ég í Gullhólnum. 

Það var vel mætt í messu á sunnudag, eða páskadag og síðan var árlega páskakaffið hérna í ár. Afkomendur ömmu Grétu og afa Óla sem eru á sunnan-verðum Vestfjörðum hittast alltaf á páskadag auk annarra sem eru á Nesi eða ættingja sem eru á svæðinu. Það var mikið stuð og mikið gaman. Rjómaterta, rúlluterta, súkkulaðikaka og fleira gotterí. Allir hressir og kátir.

Í dag er síðan bara búið að vera innidagur. Dúfurnar mínar eru komnar með unga. Annar dó en hinn lifir og er hress. Hann kom úr egginu á páskadag. Akkúrat eins og ég óskaði. 

Kúrena bar í gærkvöldi, hún var með hrút og gimbur. Allir heilsast vel. 

Grásleppubáturinn Jón Páll

Skotta að skoða Gullbrá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband