Góðan dag, gleðilegt sumar og páska, takk fyrir veturinn!
Það er komin mynd á facebook síðuna okkar af stóra steininum sem féll á veginn fyrir ofan Urðavellina. Stór og mikill steinn sem er á stærð við skófluna á traktornum. Endilega skoðið það á faceinu okkar.
Björk bar þrem lömbum á þriðjudaginn en eitt þeirra dó, hin braggast vel og eru lukkuleg. Fleiri hafa ekki borið.
Pabbi er búinn að moka fullt af skít út úr hlöðunni, undan grindnunum hjá gimbrunum og hrútunum. Allt orðið hreint og fínt þar.
Núna er fullt af fólki á öllum bæjum, bæði Nesi og Kollsvík og allt yðar af lífi í sveitinni. Fullt, fullt af fólki í kaffi í gær og smávegis af fólki í kaffi í dag. Alltaf gaman að sjá allt fólkið. Bakaðar voru pönnukökur í gær en svo var bakað í dag rjómaterta og rúllukaka og fl.
Veðrið er ekki búið að vera neitt sérstakt, rok, rigning, rok rigning, snjókoma og allt þar á milli. Snjórinn er allur farinn nema efst í fjöllunum en þar eru enn skaflar.
Njótið páskanna!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.