Víkin í snjó á Pálmasunnudag

Halló!

Það er snjór yfir öllu núna og skaflar sumstaðar en þessi snjór kom bara í nótt og er lítið á förum. Það er samt hlýtt úti og aðeins farið að lægja eftir mikið rok síðastliðna daga og kulda. 

Það hafa ekki komið fleiri lömb en hænurnar eru að verpa vel, eins öndin en hún hefur ekkert komist út vegna veðurs. Frakkur er bara við það sama og eins dúfurnar. 

Fyrstu útlendingar sumarsins voru í gistingu á fimmtudaginn svo að þrifin eru komin af stað þótt vorhreingerningin sé ekki byrjuð en það kemur um mánaðarmótin. Svo það er einhvað að gera alltaf. 

Pabbi og Ásta skuppu suður í gær um leið og þau fóru með ullina á Patró en í dag var Eyþór, næst elsta barnabarnið hans pabba fermt og fór afinn að ferma hann. Skilst mér að það hafi verið gaman og mikið fjör. Þau eru á heimleið í þessum töluðu orðum. Við mamma höfum bara verið með búið á meðan og farið létt með það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Húni II fyrir utan Hænuvík
  • Gathelmurinn
  • Andarungarnir
  • Fallegt veður
  • Upp búin "rúm" í Steinhúsinu
  • Bræðurnir á leið niður í Keflavík

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband