Margt að gerast!

Skjótt skipast veður í lofti og hlutirnir fljótir að breytast.

Á föstudagskvöldið bar 176 tvem lömbum en annað fæddist dautt. Það var hrútur og gimbur, gimbrin lifði. Á laugardeginu, í hádeginu bar 175 tvem lifandi lömbum, hrút og gimbur. En í gær sunnudag bar Krippudóttir einu lambi, hrút. Öllum heilsast þeim ágætlega og braggast lömbin vel. 

Helgin er búin að vera góð. Enginn komið þannig að það hefur bara verið rólegt og notalegt. Reyndar er veðrið búið að vera frekar leiðinlegt.  Snjókoma, slydda rigning rok og allt þar á milli. En það batnar með vorinu. Eða við vonum það allavega.

Núna er ég á fullu að lesa fyrir prófinu í svæðisleiðsögunáminu en það er ekkert smáræði sem þarf að fara yfir fyrir þessi munnlegu próf sem eru á laugardag og sunnudag.

Myndirnar koma með næstu færslu Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband