Daginn kæru lesendur.
Það er búið að rigna vel í sveitinni undanfarna daga. En í dag var klárað að ría kindurnar og þá er sá pakki frá. Yndislegur áfangi. Í gær var gæðastýringamappan kláruð þannig að eftirlitsmaðurinn má koma. Í dag fór ég í höfuðbeina einhvað meðferð. Algjörlega snildar uppgvötun. Ég er allt önnur og mikið betri á eftir. Hef ekki fundið fyrir öxlinni í dag og fékk líka ýmsar skýringar við öxlinni sem ég ætla að hugsa um.
Allt gengur sinn vanagang, engin fleiri lömb komin en það gæti farið að styttast í nokkrar vitum við en samt ótrúlega fáar fyrirmálsfengnar miðað við hvað við vorum hrikalega slöpp við að smala í haust.
Athugasemdir
Gaman að vera búin að finna þig aftur og til hamingju með erfingjann :)
Mér finnst alltaf gaman að fá að fylgjast með sveitastörfunum, að ég tali nú ekki um, öllum myndunum sem þú varst svo dugleg að setja inn.
Á sjálf bara 2 kisur og 1 innikanínu (karl) sem langar ekki að fá útibúr heldur er svo mannelskur að hann nýtur þess að fá að fylgja okkur.
Það eina sem er á dagskrá í sambandi við dýrahald er að bæta seinna við nokkrum ísl. mislitum hænum.
Kv. í sveitina ykkar
Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.