Afmæli og fl.

Góðan dag!

Það er alltaf sama sólskinsblíðan í sveitinni. Logn, hlýtt og flott veður. Stundum sól og stundum súld. 

Á föstudaginn var klárað að ría kindurnar í heimafjárhúsinu og þá voru bara eftir um 100 kindur og hrútarnir. Á mánudaginn var svo ríaðir hrútarnir en í dag var byrjað á kindunum í innfrá fjárhúsunum en það voru teknar 25 í dag og gekk vel. Hænurnar eru alltaf úti en það nýjasta hjá hananum er að fara upp í tré og gala. Því miður hefur ekki náðst mynd af því ennþá. 

Á laugardaginn var farið í afmæli til Ingu og var þar margt um manninn og góðar kökur eins og gert var fastlega ráð fyrir. Hitt alla ættingjana og haft gaman.

Á sunnudaginn kom Sigga með strákana í kaffi og við fengum brúntertu eða súkkulaðiköku.

Á mánudaginn eða í gær varð átti ég afmæli og fékk tvær kökur í tilefni dagsins, kanilköku og rjómatertu og svo var kótelettur í kvöldmatinn. Algjört æði. Fékk margar og flottar afmæliskveðjur og söngva. Takk fyrir mig.

Afmæliskökurnar mínar

Skotta að bíða eftir að pabbi klári að ría hrútinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband