Vorið að koma

Daginn kæru lesendur.

Veðrið er búið að vera flott þessa dagana, hlýtt og smá gola en reyndar smá rigning á köflum í gær. 

Það er allt gott að frétta. Allir hressir. Í dag er næst seinasti dagur að ría kindurnar í heimafjárhúsunum og þá eru bara eftir um 100 kindur í innfrá fjárhúsunum. Pabbi alveg rosalega duglegur við þetta. Mér skilst að hann sé að spá í að klára bara sjálfur. 

Mér gengur vel í leiðsögunáminu núna á lokasprettinum. Á eftir að skila örfáum verkefnum og svo er bara prófið 16 og 17 apríl þannig að þetta er allt að koma. Bara byrja að lesa og lesa og vita sem mest um prófsvæðið en það er Dýrafjörður og allt Ísafjarðarsvæðið í Álftafjörð sem farið verður í rútu. Þetta verður vonandi ekki mikið mál. 

Hænurnar og endurnar eru úti á hverjum degi þegar það er svona gott veður en einnig eru dúfurnar úti líka eins og venjulega. 

klaki framan í Núpnum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hænurnar mínar eru himinsælar og fá að vera í garðinum.

Knús á alla

Ragnheiður , 31.3.2011 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband