Góð helgi!

Góðan daginn gott fólk!

Þá er þessi helgi senn á enda og byrjuð ný vika. 

Þótt það hafi verið helgi og flestir tekið sér frí frá vinnu þá var hérna rúnar nokkrar kindur bæði laugardag og sunnudag en í dag mánudag er bara pása. Sunnudagar og mánudagar eiga það til að víxlast stundum í sveitinni en hvað með það. Það hafa ekki fleiri lömb fæðst en Lukka er mjög hress með sitt lamb í sér stíu og vel dekruð og mjólkar vel. 

Hænurnar fara út á hverjum degi og eru mjög ánægðar og hressar þar af leiðandi og verpa vel. Nokkur egg á dag og verpa vel til heimilisins.

Það er búið að vera flott veður alla helgina, nánast logn og sól á köflum. Það snjóaði pínu lítið í nótt í logni en sá snjór fer með tímanum aftur því það er yfir frostmarki hitastigið.Flott veður til að vera úti og gera það sem skemmtilegt. 

Álftin

Kindur á roltinu í fjörunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband