Færsluflokkur: Bloggar

Frábærir dagar!

Ég sit bara hérna í rólegheitum, allir sofnaðir nema við mamma og er að hlusta á góða tónlist og læri fyrir munnlegu lokaprófin í leiðsögunáminu, elska að vera að verða búin en útskriftin er 14 maí en veit ekki hvort ég hafi einhverja útskriftarveislu, ætli það nokkuð.

Fékk flugu í dag. Langar að gera svoa venjuleg spil með myndum frá Hænuvík, spurning hvað svoleiðis kostar, hvernig lýst ykkur á að eiga þannig spil. Er veik fyrir þessari hugmynd. Bara jólagjöfin í ár.

Kindurnar bera áfram en Þirnirós bar og Gofa líka. Tvö hvor, man ekki hvort ég hafi verið búin að nefna það, held ekki, samt ekki viss. 

Það er rigning og rok annan daginn og sól og blíða hinn. Í dag var samt þoka og súld. Samt hlýtt og blankandi logn, algjört æði. Við vorum fullt dugleg úti í dag. Pabbi að dreifa skít, við mamma og Ásta að væbblast, í fjörunni og annarstaðar. 

Hænurnar úti að borða matinn sinn

Mér sýnist að Þirnirós hafi átt að moka stíuna sína sjálf!

Fegurð út í eitt Smile !


Páskadagur

Góða kvöldið Wink

Veðrið er búið að vera rigning og rok nema í gær en þá var sumar og sól, hlýtt, logn og flott veður. Við löbbuðum inn að Nesi og ég var fullt úti, fór og var með hænunum mínum í garðinum og týndi allt ruslið úr garðinum sem var reyndar enginn allur. Nokkrir blómapottar. En of mikið til að geyma það. Síðan sópaði ég í Gullhólnum. 

Það var vel mætt í messu á sunnudag, eða páskadag og síðan var árlega páskakaffið hérna í ár. Afkomendur ömmu Grétu og afa Óla sem eru á sunnan-verðum Vestfjörðum hittast alltaf á páskadag auk annarra sem eru á Nesi eða ættingja sem eru á svæðinu. Það var mikið stuð og mikið gaman. Rjómaterta, rúlluterta, súkkulaðikaka og fleira gotterí. Allir hressir og kátir.

Í dag er síðan bara búið að vera innidagur. Dúfurnar mínar eru komnar með unga. Annar dó en hinn lifir og er hress. Hann kom úr egginu á páskadag. Akkúrat eins og ég óskaði. 

Kúrena bar í gærkvöldi, hún var með hrút og gimbur. Allir heilsast vel. 

Grásleppubáturinn Jón Páll

Skotta að skoða Gullbrá


Stuð, stuð

Góðan dag, gleðilegt sumar og páska, takk fyrir veturinn!

Það er komin mynd á facebook síðuna okkar af stóra steininum sem féll á veginn fyrir ofan Urðavellina. Stór og mikill steinn sem er á stærð við skófluna á traktornum. Endilega skoðið það á faceinu okkar.

Björk bar þrem lömbum á þriðjudaginn en eitt þeirra dó, hin braggast vel og eru lukkuleg. Fleiri hafa ekki borið.

Pabbi er búinn að moka fullt af skít út úr hlöðunni, undan grindnunum hjá gimbrunum og hrútunum. Allt orðið hreint og fínt þar. 

Núna er fullt af fólki á öllum bæjum, bæði Nesi og Kollsvík og allt yðar af lífi í sveitinni. Fullt, fullt af fólki í kaffi í gær og smávegis af fólki í kaffi í dag. Alltaf gaman að sjá allt fólkið. Bakaðar voru pönnukökur í gær en svo var bakað í dag rjómaterta og rúllukaka og fl. 

Veðrið er ekki búið að vera neitt sérstakt, rok, rigning, rok rigning, snjókoma og allt þar á milli. Snjórinn er allur farinn nema efst í fjöllunum en þar eru enn skaflar. 

Njótið páskanna!


Víkin í snjó á Pálmasunnudag

Halló!

Það er snjór yfir öllu núna og skaflar sumstaðar en þessi snjór kom bara í nótt og er lítið á förum. Það er samt hlýtt úti og aðeins farið að lægja eftir mikið rok síðastliðna daga og kulda. 

Það hafa ekki komið fleiri lömb en hænurnar eru að verpa vel, eins öndin en hún hefur ekkert komist út vegna veðurs. Frakkur er bara við það sama og eins dúfurnar. 

Fyrstu útlendingar sumarsins voru í gistingu á fimmtudaginn svo að þrifin eru komin af stað þótt vorhreingerningin sé ekki byrjuð en það kemur um mánaðarmótin. Svo það er einhvað að gera alltaf. 

Pabbi og Ásta skuppu suður í gær um leið og þau fóru með ullina á Patró en í dag var Eyþór, næst elsta barnabarnið hans pabba fermt og fór afinn að ferma hann. Skilst mér að það hafi verið gaman og mikið fjör. Þau eru á heimleið í þessum töluðu orðum. Við mamma höfum bara verið með búið á meðan og farið létt með það.


Margt að gerast!

Skjótt skipast veður í lofti og hlutirnir fljótir að breytast.

Á föstudagskvöldið bar 176 tvem lömbum en annað fæddist dautt. Það var hrútur og gimbur, gimbrin lifði. Á laugardeginu, í hádeginu bar 175 tvem lifandi lömbum, hrút og gimbur. En í gær sunnudag bar Krippudóttir einu lambi, hrút. Öllum heilsast þeim ágætlega og braggast lömbin vel. 

Helgin er búin að vera góð. Enginn komið þannig að það hefur bara verið rólegt og notalegt. Reyndar er veðrið búið að vera frekar leiðinlegt.  Snjókoma, slydda rigning rok og allt þar á milli. En það batnar með vorinu. Eða við vonum það allavega.

Núna er ég á fullu að lesa fyrir prófinu í svæðisleiðsögunáminu en það er ekkert smáræði sem þarf að fara yfir fyrir þessi munnlegu próf sem eru á laugardag og sunnudag.

Myndirnar koma með næstu færslu Wink


Góðir dagar

Daginn kæru lesendur.

Það er búið að rigna vel í sveitinni undanfarna daga. En í dag var klárað að ría kindurnar og þá er sá pakki frá. Yndislegur áfangi. Í gær var gæðastýringamappan kláruð þannig að eftirlitsmaðurinn má koma. Í dag fór ég í höfuðbeina einhvað meðferð. Algjörlega snildar uppgvötun. Ég er allt önnur og mikið betri á eftir. Hef ekki fundið fyrir öxlinni í dag og fékk líka ýmsar skýringar við öxlinni sem ég ætla að hugsa um. 

Allt gengur sinn vanagang, engin fleiri lömb komin en það gæti farið að styttast í nokkrar vitum við en samt ótrúlega fáar fyrirmálsfengnar miðað við hvað við vorum hrikalega slöpp við að smala í haust. 

Skotta að leika sér að steinum

 


Afmæli og fl.

Góðan dag!

Það er alltaf sama sólskinsblíðan í sveitinni. Logn, hlýtt og flott veður. Stundum sól og stundum súld. 

Á föstudaginn var klárað að ría kindurnar í heimafjárhúsinu og þá voru bara eftir um 100 kindur og hrútarnir. Á mánudaginn var svo ríaðir hrútarnir en í dag var byrjað á kindunum í innfrá fjárhúsunum en það voru teknar 25 í dag og gekk vel. Hænurnar eru alltaf úti en það nýjasta hjá hananum er að fara upp í tré og gala. Því miður hefur ekki náðst mynd af því ennþá. 

Á laugardaginn var farið í afmæli til Ingu og var þar margt um manninn og góðar kökur eins og gert var fastlega ráð fyrir. Hitt alla ættingjana og haft gaman.

Á sunnudaginn kom Sigga með strákana í kaffi og við fengum brúntertu eða súkkulaðiköku.

Á mánudaginn eða í gær varð átti ég afmæli og fékk tvær kökur í tilefni dagsins, kanilköku og rjómatertu og svo var kótelettur í kvöldmatinn. Algjört æði. Fékk margar og flottar afmæliskveðjur og söngva. Takk fyrir mig.

Afmæliskökurnar mínar

Skotta að bíða eftir að pabbi klári að ría hrútinn


Vorið að koma

Daginn kæru lesendur.

Veðrið er búið að vera flott þessa dagana, hlýtt og smá gola en reyndar smá rigning á köflum í gær. 

Það er allt gott að frétta. Allir hressir. Í dag er næst seinasti dagur að ría kindurnar í heimafjárhúsunum og þá eru bara eftir um 100 kindur í innfrá fjárhúsunum. Pabbi alveg rosalega duglegur við þetta. Mér skilst að hann sé að spá í að klára bara sjálfur. 

Mér gengur vel í leiðsögunáminu núna á lokasprettinum. Á eftir að skila örfáum verkefnum og svo er bara prófið 16 og 17 apríl þannig að þetta er allt að koma. Bara byrja að lesa og lesa og vita sem mest um prófsvæðið en það er Dýrafjörður og allt Ísafjarðarsvæðið í Álftafjörð sem farið verður í rútu. Þetta verður vonandi ekki mikið mál. 

Hænurnar og endurnar eru úti á hverjum degi þegar það er svona gott veður en einnig eru dúfurnar úti líka eins og venjulega. 

klaki framan í Núpnum


Góð helgi!

Góðan daginn gott fólk!

Þá er þessi helgi senn á enda og byrjuð ný vika. 

Þótt það hafi verið helgi og flestir tekið sér frí frá vinnu þá var hérna rúnar nokkrar kindur bæði laugardag og sunnudag en í dag mánudag er bara pása. Sunnudagar og mánudagar eiga það til að víxlast stundum í sveitinni en hvað með það. Það hafa ekki fleiri lömb fæðst en Lukka er mjög hress með sitt lamb í sér stíu og vel dekruð og mjólkar vel. 

Hænurnar fara út á hverjum degi og eru mjög ánægðar og hressar þar af leiðandi og verpa vel. Nokkur egg á dag og verpa vel til heimilisins.

Það er búið að vera flott veður alla helgina, nánast logn og sól á köflum. Það snjóaði pínu lítið í nótt í logni en sá snjór fer með tímanum aftur því það er yfir frostmarki hitastigið.Flott veður til að vera úti og gera það sem skemmtilegt. 

Álftin

Kindur á roltinu í fjörunni


Lamb!

Góðan daginn gott fólk!

Smá færsla úr sveitinni.

Það er gott veður í sveitinni. Logn, -3°C og skýjað. Ennþá eru snjóskaflarnir.

Í gær bar fyrsta kindin. Hún Lukka bar. Hún átti einn hrút en svo var meltingur á móti. Lukka hefur það gott og lambið líka. Það er líklegt að einhverjar fleir eigi eftir að bera því það er mjög ólíklegt að bara ein kind hafi fundið hrútinn sem Lukka fann.

 Lukka með lambið sitt

Það eru ríaðar nokkrar kindur á hverjum degi og er búið að ría um 80 stykki núna. Kindurnar fara út á hverjum degi þegar viðrar og fara í fjöruna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband