Myndir

Góða kvöldið.

Veðrið í dag er snjókoma eða él á köflum og kallt. Það er soldið af snjó en aðallega í sköflum hingað og þangað. Einnig er smávægis rok!

Ég setti inn nokkrar myndir áðan úr sumarhúsunum okkar sem við erum að leigja út. Það vantar einhverjar myndir samt ennþá af húsunum en þær koma líklegast með vorinu þegar búið er að taka til og þrífa eftir veturinn. Einnig munu þá koma fleiri og nýrri myndir úr húsunum. 

Ég ætla síðan að setja inn nokkrar myndir sem sýnir hvernig húsunum er raðað hérna niður á jörðina svo þið sem ekki hafið séð þetta eða komið í gistingu í Hænuvík sjáið hvernig allt lítur út hjá okkur. Smile

 

Brim

 


Sveitasaga

Daginn allir!

Það er margt að gerast þessar vikurnar.

Ég var í síðustu helgarlotunni í svæðisleiðsögunáminu núna um helgina og svo er bara próf 16 og 17 apríl. Bara lestur framundan og skoða efni til að falla ekki á prófinu, það væri algjör synd að falla. Á ekki mikið eftir af verkefnum. Bara einhvað sem að á ekki að vera búið að skila. Dugleg :)

Ég er búin að vera heima í sveitinni síðastliðnar 3 vikur og er alveg yndislegt að vera heima með litla strákinn minn. En hann dafnar vel eins og lög gera ráð fyrir. 

Það helsta sem er að frétta úr sveitinni er að allir eru hressir og búnir að vera það. Við byrjuðum að klippa kindurnar í dag. Tókum 12 stykki í dag og svo er stefnan að halda áfram á morgun. Mamma situr og prjónar sokka, vettlinga, griflur og fleira á meðan pabbi er úti að renna dollur. Alveg magnað hvað það er að koma flottar vörur frá þeim sem verða auðvitað til sölu í Gullhólnum í sumar. Núna er ég einnig að láta vinna að nýjum bæklingi fyrir okkur auk þess sem ég er að spá í að hafa ljósmyndasýningu í Gullhólnum í sumar. 

Allt gengur sinn vanagang en ég ætla að skrifa fljótlega aftur um hvað er að gerast.

Minni á að ef fólk vill skoða eldri blogg frá mér eða myndir að þá er gamla síðan mín http://gudny-gudny.bloggar.is 


Nýtt blogg

Halló!

Hérna ætla ég að reyna að byrja að blogga og geta sett inn myndir. Ég er að prufa mig áfram í þessu kerfi. 

Bendi á að ég bloggaði áðan á http://gudny-gudny.bloggar.is, feita færslu :)

 


« Fyrri síða

Höfundur

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir
Hænuvík er staðsett í Patreksfirði. 48 km frá þorpinu Patreksfirði. 26 km á Látrabjarg. Kyrrð og ró er á staðnum ásamt sólarlagi og hvítri sandfjöru. Í Hænuvík er sumarhúsaleiga og handverkshús. Einnig erum við með mikið af fuglum. Nánari upplýsingar færðu hjá Guðnýju haenuvik@mi.is

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband